Skátafélagið Klakkur

Skátafélagið Klakkur var stofnað 22. febrúar 1987 með sameiningu Kvenskátafélagsins Valkyrjunnar og Skátafélags Akureyrar. Innritun í félagið fer fram allt árið, en flestir nýir félagar hefja starf að haustinu. Markmið skátafélagsins er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Lögð er áhersla á hópvinnu, útilíf og ýmis mannbætandi og eflandi viðfangsefni. Með þátttöku í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar gefst skátunum tækifæri til að kynnast ungu fólki í öðrum löndum, háttum þess og menningu. Vetrarstarfið er hefðbundið, mestmegnis innivið, en einnig er farið í skálaferðir. Á sumrin rekur Klakkur Útilífsskólann fyrir 8-13 ára börn, en þar taka þau þátt í skemmtilegri dagskrá, þar sem höfuðáhersla er lögð á að bjarga sér úti í náttúrunni. Námskeiðin standa yfir í 5 daga og 2 síðustu dagana er farið í tjaldútilegu. Útilífsskólinn er staðsettur að Hömrum II, sem er rétt norðan við útivistarsvæðið Kjarna og gefur þessi staðsetning óendanlega möguleika til útiveru og fjölbreyttrar dagkrár.

Tekið af vef Akureyrarbæjar.

Advertisements
%d bloggers like this: