Félagsútilega 9. – 10. apríl

Um helgina sem leið var haldin félagsútilega fyrir alla meðlimi félagsins sem er verðlaun fyrir útburð á páskablaðinu sem borið var út á föstudaginn. Útilegan byrjaði á laugardeginum kl: 10 við t-gatnamótin fyrir neðan Valhöll. Mæting var góð og vorum við rétt undir 30 manns í útilegunni. Tekið var manntal og gengum við af stað upp í Valhöll. Þegar að Valhöll var komið komu allir sér fyrir en eftir það höfðu allir frjálsan tíma fram að hádegisverði.

Eftir hádegisverðinn var öllum sem voru í útilegunni skipt í 4 hópa með blönduðum flokkum en hóparnir fóru í pósta en póstarnir voru fjórir, einn var í umjón Finnboga þar sem hópnum var ætlað að kveikja eld en til að kveikja eld þurfti auðvitað að tálga, annar pósturinn var í umsjón Margrétar en á honum áttum við annars vegar að fara út og finna 10 hluti og hins vegar að skrifa sögu þar sem allir hlutnir kæmu fyrir en allar sögurnar voru lesnar upp, 2 á kvöldvökunni, 1 í morgunmatinum á sunnudeginum og sú síðasta var lesinn í hádegismatinum á sunnudeginum. Þriðji pósturinn var í umsjón Jóhanns en þar bakaði hópurinn eina sort af sætabrauði fyrir kaffitímann. Síðasti en ekki sísti pósturinn var í umsjón Arnórs þar sem við æfðum fánaathöfnina.

Senn leið að kaffitíma þar sem í boði voru gómsætar lummur, kókostoppar og skúffukaka sem var gerð í póstunum. Eftir hann var frjáls tími þar sem okkur gafst einnig kostur til þess að undirbúa skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna.

Tíminn leið óðfluga og kvöldmaturinn fylgdi í kjölfarið þar sem boðið var upp á kjötsúpu. Eftir hann var frjáls tími þar sem einnig hægt var að leggja lokahönd á skemmtiatriðið sitt. Kvöldvakan kom fljótlega en að venju var mikið sungið. Að kvöldvöku lokinni var kvöldkakó, undirbúningur fyrir svefninn og  ekki þar langt frá var kyrrð.

Um sunnudagsmorguninn var vaknað og farið í FMFM. Eftir morgunmatinn fóru allir upp að taka saman og pakka niður. Annars var frjáls tími. Frjálsi tíminn flaug áfram og það kom að hádegisverði sem var síðasta máltíðin okkar saman. Eftir hann var þrifið. Eftir þau var útitími fram að slitum. Að þeim lokum gengum allir aftur niður að t-gatnamótunum þar sem allir voru sóttir.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: