Fálkafell 4. mars til 6. mars

Við – skátasveitinn Ds. Montis fórum í útilegu ásamt Eilífsbúum frá Sauðárkróki. Útilegan byrjaði við hitveituskúrana á föstudagskvöldinu fjórða mars. Við gengum upp eftir og sumir á met tíma. Þegar við komum að pásusteinni svo kallaða byrjaði hryllilega flott norðurljósashow sem var geiðveikt flott. Við komum upp í Fálkafell eftir ca hálftíma göngu og byrjuðum að koma okkur fyrir og kynnast hvort öðru. Smá kvöldhressingur varð hafður og klukkan tólf (miðnætti) tók við kyrrð ásamt vöktum . Vaknað var um morguninn með pottloka hávaða í boði sveitarforingjans. Var farið strax í FMFM (fótaferð – morgunleikfimi – fánaheilingu – morgunverður) sem er ávallt skemmtilegur. Eftir morgunmatinn var frágangur og frjálst. Hádegismatur var hafður á hádegi og í boði var pylsupasta. Eftir það var frágangurinn og að frágangi loknum var haldið út í hike (gönguferð). Labbað var upp gilið suðvestan við Fálkafell og yfirsléttu og fundum við veg sem hallaði í niðrí nót og ekki hægt að standast freistinguna að renna sér niður. Löbbuðum eftir veginum og aftur að skálanum okkar kæra. Þar tók við útivist og glens – farið í leiki og þar má nefna mennskt golf (gat verið stórhættulegt og skemmtilegt). Sumir fóru inn að sjá um kabyssuna eða kaffihressinguna. Svo var kaffihressingin – frágangur eftir það og frjálst. Sumir fóru upp að segja draugasögur, hlæja eða hafa gaman. Ds. Pegasus ásamt sjálfboðaliðum byrjaða að græja um sjö leytið að græja kvöldmat. Það átti að vera hamborgarar sem var breytt í hádegismat á sunndeginum en haft var í staðinn skátabrauð (rónasteik) og bragaðist vel. Tók við mikil og leiðinlegur frágangur fyrir suma eftir það. Eftir kvöldmat áttu skátar að græja skemmtiatriði fyrir kvöldvöku en annars frjáls tími. Tíminn leið og það var kominn kvöldvaka. Í boði á kvöldvökunni voru ýmist sungið eða sýnt skemmtiatriði. Eftir það var kakó og sæmundur – sumir fengu sér aðrið fóru að sofa og vaktir um nóttina. Vaknað var um níu á sunnudagsmorgun. Það var ekki tekið FMF (hjúkk sögðu sumir) en í morgumatinn var hafragrautur og brauð með áleggi. Verulega tók að hvessa um nóttina og var orðið svoltið hvasst á sunnudeginum. Hamborgarar voru í metinn en sveitforinginn gleymdi sér og gleymdi að kaupa brauð svo að ég (Axel Orri – Klakkur) ásamt Jóhanni (Eilífsbúar) fórum niðureftir og var komið með hamborgarabrauð við hitaveitskúranna. Brösulega gekk að labba um aftur vegna mjög hvassra vindáttar sem kom niður úr Glerárdalnum en komumst upp aftur og var græjaður hádegismatur. Eftir það var gengið frá skálanum og við sótt.

Þetta var snilldar útilega og mun aldrei gleymast

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: