April 12, 2011

Jamboree fundur

Við minnum á Jamboree fundinn sem er á morgun kl: 18:00 í húsum Björgunarsveitarinnar Súlum, Hjalteyrargötu 12 en á fundinum eiga að koma fram upplýsingar að utan.

Ég minni einnig á síðasti frestur til að panta North Face tösku er á fimmtudaginn.

Advertisements
April 10, 2011

Félagsútilega 9. – 10. apríl

Um helgina sem leið var haldin félagsútilega fyrir alla meðlimi félagsins sem er verðlaun fyrir útburð á páskablaðinu sem borið var út á föstudaginn. Útilegan byrjaði á laugardeginum kl: 10 við t-gatnamótin fyrir neðan Valhöll. Mæting var góð og vorum við rétt undir 30 manns í útilegunni. Tekið var manntal og gengum við af stað upp í Valhöll. Þegar að Valhöll var komið komu allir sér fyrir en eftir það höfðu allir frjálsan tíma fram að hádegisverði.

Eftir hádegisverðinn var öllum sem voru í útilegunni skipt í 4 hópa með blönduðum flokkum en hóparnir fóru í pósta en póstarnir voru fjórir, einn var í umjón Finnboga þar sem hópnum var ætlað að kveikja eld en til að kveikja eld þurfti auðvitað að tálga, annar pósturinn var í umsjón Margrétar en á honum áttum við annars vegar að fara út og finna 10 hluti og hins vegar að skrifa sögu þar sem allir hlutnir kæmu fyrir en allar sögurnar voru lesnar upp, 2 á kvöldvökunni, 1 í morgunmatinum á sunnudeginum og sú síðasta var lesinn í hádegismatinum á sunnudeginum. Þriðji pósturinn var í umsjón Jóhanns en þar bakaði hópurinn eina sort af sætabrauði fyrir kaffitímann. Síðasti en ekki sísti pósturinn var í umsjón Arnórs þar sem við æfðum fánaathöfnina.

Senn leið að kaffitíma þar sem í boði voru gómsætar lummur, kókostoppar og skúffukaka sem var gerð í póstunum. Eftir hann var frjáls tími þar sem okkur gafst einnig kostur til þess að undirbúa skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna.

Tíminn leið óðfluga og kvöldmaturinn fylgdi í kjölfarið þar sem boðið var upp á kjötsúpu. Eftir hann var frjáls tími þar sem einnig hægt var að leggja lokahönd á skemmtiatriðið sitt. Kvöldvakan kom fljótlega en að venju var mikið sungið. Að kvöldvöku lokinni var kvöldkakó, undirbúningur fyrir svefninn og  ekki þar langt frá var kyrrð.

Um sunnudagsmorguninn var vaknað og farið í FMFM. Eftir morgunmatinn fóru allir upp að taka saman og pakka niður. Annars var frjáls tími. Frjálsi tíminn flaug áfram og það kom að hádegisverði sem var síðasta máltíðin okkar saman. Eftir hann var þrifið. Eftir þau var útitími fram að slitum. Að þeim lokum gengum allir aftur niður að t-gatnamótunum þar sem allir voru sóttir.

March 7, 2011

Fálkafell 4. mars til 6. mars

Við – skátasveitinn Ds. Montis fórum í útilegu ásamt Eilífsbúum frá Sauðárkróki. Útilegan byrjaði við hitveituskúrana á föstudagskvöldinu fjórða mars. Við gengum upp eftir og sumir á met tíma. Þegar við komum að pásusteinni svo kallaða byrjaði hryllilega flott norðurljósashow sem var geiðveikt flott. Við komum upp í Fálkafell eftir ca hálftíma göngu og byrjuðum að koma okkur fyrir og kynnast hvort öðru. Smá kvöldhressingur varð hafður og klukkan tólf (miðnætti) tók við kyrrð ásamt vöktum . Vaknað var um morguninn með pottloka hávaða í boði sveitarforingjans. Var farið strax í FMFM (fótaferð – morgunleikfimi – fánaheilingu – morgunverður) sem er ávallt skemmtilegur. Eftir morgunmatinn var frágangur og frjálst. Hádegismatur var hafður á hádegi og í boði var pylsupasta. Eftir það var frágangurinn og að frágangi loknum var haldið út í hike (gönguferð). Labbað var upp gilið suðvestan við Fálkafell og yfirsléttu og fundum við veg sem hallaði í niðrí nót og ekki hægt að standast freistinguna að renna sér niður. Löbbuðum eftir veginum og aftur að skálanum okkar kæra. Þar tók við útivist og glens – farið í leiki og þar má nefna mennskt golf (gat verið stórhættulegt og skemmtilegt). Sumir fóru inn að sjá um kabyssuna eða kaffihressinguna. Svo var kaffihressingin – frágangur eftir það og frjálst. Sumir fóru upp að segja draugasögur, hlæja eða hafa gaman. Ds. Pegasus ásamt sjálfboðaliðum byrjaða að græja um sjö leytið að græja kvöldmat. Það átti að vera hamborgarar sem var breytt í hádegismat á sunndeginum en haft var í staðinn skátabrauð (rónasteik) og bragaðist vel. Tók við mikil og leiðinlegur frágangur fyrir suma eftir það. Eftir kvöldmat áttu skátar að græja skemmtiatriði fyrir kvöldvöku en annars frjáls tími. Tíminn leið og það var kominn kvöldvaka. Í boði á kvöldvökunni voru ýmist sungið eða sýnt skemmtiatriði. Eftir það var kakó og sæmundur – sumir fengu sér aðrið fóru að sofa og vaktir um nóttina. Vaknað var um níu á sunnudagsmorgun. Það var ekki tekið FMF (hjúkk sögðu sumir) en í morgumatinn var hafragrautur og brauð með áleggi. Verulega tók að hvessa um nóttina og var orðið svoltið hvasst á sunnudeginum. Hamborgarar voru í metinn en sveitforinginn gleymdi sér og gleymdi að kaupa brauð svo að ég (Axel Orri – Klakkur) ásamt Jóhanni (Eilífsbúar) fórum niðureftir og var komið með hamborgarabrauð við hitaveitskúranna. Brösulega gekk að labba um aftur vegna mjög hvassra vindáttar sem kom niður úr Glerárdalnum en komumst upp aftur og var græjaður hádegismatur. Eftir það var gengið frá skálanum og við sótt.

Þetta var snilldar útilega og mun aldrei gleymast

January 21, 2011

Gestabók

Búið er að bætta við gestabók á síðuna og verða á næstunni sett meira inn.

January 18, 2011

Hér byrjar þetta…

Núna er þessi síða komin af stað en vonum að það verði eitthvað meira úr henni!

January 17, 2011

Velkomin/n

Velkomin/n á vef Ds. Montis